24 janúar 2003 :::
Í dag eru tveir mánuðir og fjórir dagar síðan ég bloggaði síðast! En ástæðan fyrir því að ég er að blogga núna er að ég er í fríi í dag, og svo snilld sem ég sá hjá Rebekku þar sem hún útlistar allt sem hún er með og á móti. Ég fór auðvitað að pæla í hvernig minn listi yrði og viti menn, ég eyddi klukkutíma tæpum í að skrifa það allt upp! Mér er í raun fáránlega létt við það að hafa tekið mig til og gert þetta. Ég þarf í raun ekki að standa mikið meira í einhverjum net-umræðum eða útlista skoðanir mínar - þið getið fundið rök fyrir þeim annars staðar, eða farið ofar í listann og velt fyrir ykkur gildismati mínu. Hér með legg ég spilin á borðið:
Á MÓTI:
---------
Hroki
Græðgi
Sinnuleysi
Eigingirni
Hégómi
Efnishyggja
Yfirborðsmennska og snobb
Fáviska og þröngsýni
Þjóðernishyggja
Stjörnudýrkun
Poppmenning (FM957)
Sjónvarpsgláp
Auglýsingamennska
Fegurðariðnaður, fegurðarsamkeppnir og fegrunaraðgerðir
Stórar verslanamiðstöðvar
Úthverfamenning
Reykjavíkurflugvöllur
Ofnotkun á bílum
Sjónvarpsgláp
Yfirvinna
Skyndibitamenning og ruslfæði
Erfðabreytt matvæli
Neyslulán
Veltukort
Trúarofstæki og trúarbrögð almennt
Menningarleg afstæðishyggja
Mannkynbætur
Ofbeldisleikir og stríðsleikföng
Mafíuvextir íslenskra banka
Verðtrygging lána
Ofurtollar á verksmiðjuframleiddan mat
Fákeppni
Ariel Sharon
George W. Bush
Hræsni og tvískinnungur Bandaríkjanna
Hagvaxtardýrkun
Sértækar efnahagsaðgerðir
Einkavæðing velferðarkerfisins og almenningsþjónustu
Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Sólveig Pétursdóttir
Kínastjórn
Einræðisherrar og valdaræningjar
Stríð gegn eiturlyfjum
Hernaðarhyggja
NATO
IMF, WTO og Alþjóðabankinn
SUS
Umhverfissóðaskapur
Kjördæmapot
Sérhagsmunagæsla
Spilling
Kvótakerfið
Barnaþrælkun
Lúxusskattur á bjór og léttvín
Ritskoðun
Byssur
Dauðarefsingar
Gjöreyðingarvopn
Nauðgarar og barnaníðingar og refsileysi þeirra
MEÐ
---
Kærleikur
Vinátta
Æðruleysi
Umburðarlyndi
Hreinskilni
Heiðarleiki
Víðsýni
Samvera
Samvinna
Manngildisstefna
Almenningssamgöngur
Almenningsgarðar
Almenningsbókasöfn
Almenningssundlaugar
Bílastæðahús
Þjóðgarðar
Sjálfboðastarf
Gagnrýnin hugsun
Innflytjendur (hvaðan sem þeir koma)
Lífrænt ræktuð matvæli
Grasrótarhreyfingar
Góðgerðarsamtök
Endurnýtanleg orka
Getnaðarvarnir
Internetið
Frjáls skoðanaskipti
Siðferði óháð trúarbrögðum
Óhefðbundnar lækningar
Lágfargjaldaflugfélög
Evrópskar borgir
Óspillt náttúra
Heimabrugg
Betrunarstefna í refsimálum
Jöfnun atkvæðisréttar
Þjóðaratkvæðagreiðslur
Aðskilnaður ríkis og kirkju
Hækkun skattleysismarka
Opið bókhald stjórnmálaflokka
Einkavæðing á bisnessfyrirtækjum
Frjáls verslun og samkeppni
Stytting vinnutímans
Aukin framlög til menntunar
Lækkun áfengiskaupaaldurs
Alþjóðlegt samstarf
Sameinuðu þjóðirnar
Evrópuhugsjónin
Almannatryggingar
Noam Chomsky
Réttindi samkynhneigðra
Réttur til fóstureyðinga
Jafnrétti kynjanna
Ódýr lyf fyrir fátæk ríki
Niðurfelling skulda á fátækustu ríki heims