brjóstvörn sannleikans  

hvítt blogg


Heim Gamalt og gott Póstur
Hnakkus Vala Elísabet
Glöggið Raggi Mikki

20 nóvember 2002 :::
 
Ég er þessa dagana í helvíti skemmtilegu námskeiði sem heitir Viðskiptasiðfræði. Seinna skilaverkefnið í því er grein um siðferðilegt álitaefni í viðskiptum. Ég ætla ekki að birta greinina mína hér en hún fjallar um einkaleyfi lyfjafyrirtækja og siðferði þeirra.

Þegar ég var að kynna mér þessi mál fannst mér eitt samt athyglisverðast og kannski gott dæmi um hvað heimurinn er asnalegur. Þessi risa-monster-fyrirtæki, með þúsundir snillinga í vinnu, eru ekki að eyða neinum tíma eða peningum í að þróa lyf við sjúkdómum sem drepa milljónir manna í fátæku löndunum, t.d. svefnsýki (pældu í því Jórunn ef þú ert að lesa þetta.. ;), malaríu og berklum. Neinei það fara milljarðar dollara í að þróa úrræði fyrir sveitta kanann Mr. Anderson.

Mr. Anderson er aumkunarverður ameríkani sem er búinn að keyra sig út af stressi og spila öllu frá sér. Hann er þunglyndur, of feitur, getulaus, með skalla og síðast en ekki síst með sveppasýkingu undir tánöglunum. Aumingja Anderson. En sem betur fer eru til lyf við þessu öllu! Hann þarf ekki að hafa fyrir því að minnka við sig vinnuna og slappa meira af, hreyfa sig reglulega, eða eyða meiri tíma með Anderson Jr. (sem er 3 ára, ofvirkur og með athyglisbrest, og er eins og stendur á rítalíni). Hann fer bara á Viagra, Prozac, skallalyf, sveppalyf og ef eitthvað af þeim 2300 fæðubótaefnum sem eru í boði virkar ekki, þá var víst að koma eitthvað nýtt lyf við offitu.

Já, svona er heimurinn í dag!! Meira hér.

::: hent inn 13:44 :::


12 nóvember 2002 :::
 
Ég er farinn að finna hjá mér minni og minni þörf til að koma hérna inn og hamra á lyklaborðið. Mikla það dálítið fyrir mér. Þetta er svolítið mál. Samt er ekkert mál að rúnta um netið rænulaus og gleyma sér alveg.

En ég tek til mín þessi komment um bloggleysi. Ekki samt búast við að ég fari að blogga á hverjum degi. Það gætu liðið 2-3 dagar eða 2-3 vikur þangað til næst. Hey, svo er Svenni ekkert sérstaklega aktívur í þessu.
...
Anyway. Hver man ekki eftir Garbage Pail Kids? Þetta er ég...

I am



Find out which Garbage Pail Kid you are!



::: hent inn 16:47 :::




Powered by Blogger