brjóstvörn sannleikans  

hvítt blogg


Heim Gamalt og gott Póstur
Hnakkus Vala Elísabet
Glöggið Raggi Mikki

30 september 2002 :::
 
Hjálp.

::: hent inn 15:36 :::


 
Sniðugt..


What obscure band are you?


::: hent inn 15:01 :::


 
Í 101 Reykjavík er fjöldinn allur af góðum veitingastöðum í hinum ýmsu verðflokkum. Staðir sem selja góðan mat á viðráðanlegu (skyndibita) verði eru þar almennt fjölbreyttari og betri en í suburban hell, þar sem úrvalið einskorðast við amerískar keðjur (með nokkrum undantekningum). Staðir eins og Eldsmiðjan, Vitabar, Devitos, Shalimar, Hornið, Krua Thai, Kaffibrennslan og fleiri staðir eru staðir sem gott er að búa í nágrenni við þegar þynnkusvitalöngunin tekur völdin. Einn af þessum stöðum hefði getað komist á ofangreindan lista, en hann fær því miður ekki að vera þar. Hann heitir Núðluhúsið og þangað fór ég í gær. Maturinn var fínn en að svona látlaus og sveittur staður skuli voga sér að rukka 1100 krónur fyrir einn matarplatta og kók er ofar mínum skilningi. Hélt að Tælendingar væru hressari en þetta. Enda var húsið tómt þegar við komum og tómt þegar við fórum. Gamla góða Núðluhúsið sem maður fór á og fékk sér skólaskammt í frauðplastboxi á 100 kall hefur orðið botnlausri græðgi að bráð, og mun fara flatt á henni. Gott að vita til þess að það komast ekki allir upp með að okra á Íslandi! Mæli í raun frekar með því að menn bregði sér bæjarleið yfir í 105 Sóltún og snæði á hinum ný-commercialíseraða Mekong, ríflegir skammtar af Kao Pad og Pad Thai á 600 kall.

::: hent inn 12:35 :::


29 september 2002 :::
 
Decode-sirkusinn ætlar engan endi að taka. Dálítið athyglisvert að flestum finnst það bara helvíti jákvætt að 200 manns hafi verið sagt upp. Það er nú út af fyrir sig slæmt að missa vinnuna, en svo skildist mér líka einhvern tíma að fyrirtæki sem segir upp þriðjungi starfsmanna sinna stæði ekkert allt of vel. Hvernig er aftur með ríkisábyrgðina, Dabbi?

Annars eru allir að tjá sig um þetta og þetta er strax orðið þreytt. Það sem mér fannst hins vegar fyndið var þessi samningur sem þeir gerðu við eitthvað lyfjafyrirtæki. Það á nefnilega að fara að finna offitugenið. Er þetta í alvörunni viðurkennt? Mér finnst eitthvað svo krúttlegt og fyndið þegar heilu fjölskyldurnar þjást af offitu og segja "þetta er allt í genunum". Skýringin er ekki sú að það eru 3 bílar á heimilinu, alltaf til nammi inni í skáp, ruslfæði tvisvar á dag og að menn éti sig afvelta af kvöldmatnum, áður en þeir slafra í sig snakki, nammi og 2 lítrum af gosi yfir vídeóspólu kvöldsins. Neinei, þetta er stórfurðulegt. Allt í genunum. Og núna kemur Kári to the rescue. Þetta eru sérstaklega góð tíðindi fyrir Bandaríkjamenn, en í BNA er offitugenið hvað skæðast.

::: hent inn 15:28 :::


27 september 2002 :::
 
Þá er maður loksins tengdur heima aftur. Ég færði öll mín viðskipti yfir til Íslandssíma í síðustu viku til að spara peninga. ADSL-ið datt út í tvo daga og olli það töluverðum titringi á heimilinu, bæði andlegum og líkamlegum. Byrjunarörðugleikar hafa kostað um 4-5 símtöl í þjónustuverið en ég og sambýlingar getum glaðir strokið oss um bumbuna og vafrað á 512K tengingu núna. Ennfremur hefur póstföngum mínum fækkað um eitt. Núna eru bara þessi virk:

bak@ru.is
bks@eimskip.is
baldur_kristjans@hotmail.com
baldurk@strik.is

Tékka þetta allt reglulega, enda óforbetranlegur netfíkill.




::: hent inn 15:12 :::


26 september 2002 :::
 
Alltaf er maður nú að komast að einhverju nýju...


Ég er matarnörd!!


taka prófið...



::: hent inn 14:10 :::


25 september 2002 :::
 
Hvítara gerist það ekki! Ég horfði aðeins á sjónvarpið í kvöld, aldrei þessu vant, þegar ég var heima hjá múttu. Litla systir mín var alveg æst í að horfa á The Bachelor á Kananum.

Fyrir þá sem ekki hafa séð þetta rusl þá er þetta sem sagt "raunveruleika"-þáttur með einum eftirsóknarverðum piparsveini (þurrkuntulegum 31 árs stjórnunarráðgjafa frá San Fransisco) sem á að velja eina af 25 konum sem hann fær að kynnast. Þarna fer auðvitað töluverð síun fram, hann byrjar á að kjósa burtu tíu mestu hraunin og svo koll af kolli. Þegar hér er komið við sögu eru bara fjórar eftir. Allar æstar í strákinn. Hann fer með hverri og einni þeirra í heimabæinn og hittir foreldrana. Þær kynna hann fyrir foreldrum sínum sem tilvonandi eiginmann. Svo fer hann úrvinda upp í flugvél og hittir næstu. Á öllum heimilunum er öskrað á háa C-inu þegar litla stelpan kemur heim og foreldrarnir byrja að rekja garnirnar úr tilvonandi tengdasyninum.

Þvílíkt sorp. Ekkert smá hvað þetta kvenfólk leggst lágt til að komast í sjónvarp. Þær voru allar að vonast til að fá að halda áfram, en samt efuðust þær allar um hvort það væri vit í gaurnum. Það var eins og það væru milljón dollarar í boði, eða kannski er athygli á "national television" nóg til að hinn almenni Bandaríkjamaður elti gulrótina á sviði fyrir framan þorpsbúana, íklæddur bleikum nærfötum af ömmu sinni. The Bachelor er það hvítasta sem ég hef séð!

::: hent inn 00:21 :::


23 september 2002 :::
 


Hnakkvirkið var í bullandi samkeppni við Regnbogann í gær þegar sex manns sátu í stofunni og horfðu á myndina The Majestic á DVD. Þetta er löng mynd, 2 og hálfur tími sem hefur líklega átt að vera stórmynd, en fellur fljótlega í meðalmennskuna. Myndatakan og klippingin hæfir stórmynd en allt annað er tóm meðalmennska. Hún hefði að ósekju mátt hafa meiri húmor fyrir sjálfri sér.. tekur sjálfa sig allt of alvarlega og verður skelfilega væmin í lokin. Jim Carrey brillerar samt auðvitað þrátt fyrir að hafa lítið til að spila úr, og bjargar því sem bjargað verður. Einkunn: 5,2.
...
Magnaður leikmaður..


::: hent inn 12:57 :::


18 september 2002 :::
 
Jæja. Írakar búnir að hleypa vopnaeftirlitinu inn í landið og Kaninn þarf að finna nýja afsökun til að sprengja. Ætli þeir leiki ekki sama leikinn og gegn Júgóslavíu, þ.e. setji fáránlega úrslitakosti og gefi þeim 3 klst. til að skrifa undir.

Bush ætlar ekki að láta deigan síga þótt hann hafi enga ástæðu lengur til að ráðast á Írak (þ.e. ekki frekar en svona 50 önnur einræðisríki). Hér má sjá þorpsfíflið (lengst t.v.) á spjalli við andstæðinga sína í landsmálunum. Þeir munu vera sammála honum um það að nauðsynlegt sé að koma á þægari stjórn í Írak.



::: hent inn 14:09 :::


 
Ég var að heyra sögu af stelpu sem kláraði viðskiptafræðina, festi ráð sitt og réði sig í góða vinnu hjá banka. Hún var óhamingjusöm í Vesturbænum af því það hafði verið keyrt yfir köttinn hennar, svo hún og kallinn keyptu sér einbýlishús í Grafarvogi (og tvo bíla). Svo fékk hún sér tvo ketti og lifði hamingjusöm þangað til það var keyrt yfir annan þeirra.

Hvað getum við lært af þessari sögu? Jú.. það er ekkert betra við það að búa í úthverfi!

::: hent inn 10:27 :::


16 september 2002 :::
 
Ég á kort í Snobb Class (World Class Austurstræti) sem ég fékk á sérstöku tilboði fyrir starfsmenn Eimskips. Gallinn við að æfa þar er að maður hittir engan sem maður þekkir, en kosturinn sá að maður getur farið í svona celebrity-spotting. Þessi "celebrity" eru reyndar aðallega bara fastagestir á síðum Séð & Heyrt og hafa annars lítið merkilegt gert. Lið eins og Yasmine, Einar Bárðar og Addi Fannar. Fyndnast þótti mér þó að sjá Einar Bárðar, ennþá með einkaþjálfara síðan í febrúar og búinn að leggja þvílíkt af. Hann getur sko státað af því að vera ekki lengur offitusjúklingur. Helvíti öflugur strákurinn. Nú bíðum við bara eftir fyrirsögn í S&H: Lagði af 24 kíló! Það sem hélt mér þó aðallega gangandi í dag var Manúela Ósk, ungfrú Ísland. Mér fannst hún aldrei neitt merkilegur pappír að sjá í Hagkaupsbæklingunum en hún er alveg dead sexy. Myndast bara illa, greyið. Komdu til pabba.
...


Jæja, þá er það bíórýnin. Ég fór sem sagt á Goldmember í frekar aumum sal í Laugarásbíó í gær. Hafði heyrt margt misjafnt en var bara nokkuð sáttur. Húmorinn er aðeins súrari en í fyrri myndunum en höfðaði amk. til mín. Fyrirtaks kúk- og pisshúmor og gott glens. Mike Myers klikkar ekki frekar en fyrri daginn og Fat Bastard fetar í fótspor Einars Bárðar. Einkunn: 7,2.


::: hent inn 20:44 :::


14 september 2002 :::
 
Ég er stoltur... ég vaknaði ekki þunnur í morgun! Fyrir þá sem finnst það ekki mikið afrek má benda á að ég vaknaði síðast óþunnur um helgi í Sarajevo 29. júní síðastliðinn. Vona að mamma og pabbi séu ekki að lesa þetta, þá færu þau að hafa áhyggjur. Sérstaklega í ljósi þess að ég sötraði hægt og rólega kippu af flöskubjór heima hjá Gunna í spilamennskunni.
...
En stefnan er tekin á gleði mikla hjá Kalla vini Svenna í kvöld. Það verður eitthvað rænuleysi þar geri ég ráð fyrir. Á eftir að fara í ríkið.. spurning um að spara bara pjening og detta í heimabruggið? Það ætti að vera orðið sæmilega drykkjarhæft núna eftir vikugeymslu.


::: hent inn 16:20 :::


 
Didn't see that one coming did you...

Friends Quiz @ Malandi.org


::: hent inn 16:07 :::


13 september 2002 :::
 
Var að fá stjörnuspá frá vit.is senda í símann minn.

Notaðu tímann frá kl. 9-13 til að sinna ást & samskiptum. Það að gera eitthvað skemmtilegt fyrir aðra skapar jákvæðni í eigin lífi. (Tungl 60° Venus)

Jahá. Þið hefðuð átt að segja mér þetta fyrr. Klukkan var nákvæmlega 13 þegar ég fékk þetta, og ég sinnti mjög lítið ást og samskiptum á þessum tíma. Spjallaði reyndar við Ósk og Rebekku á MSN, en mest allur tíminn fór í að gera skilaverkefni í Forritunarmálum.

En það er ekki öll von úti. Lítum á hitt sms-ið sem ég fékk:

Hugsun þín er afslöppuð & skýr milli kl. 17-21 & því gott að verja tíma í nám & pælingar eða fara út í bæ & tala við fólk & útrétta (Tungl 120° Merkúr)

Ég hlakka til þegar hugsun mín verður afslöppuð og skýr.. hún er það nefnilega svo helvíti sjaldan. Hugsa að ég fari í ríkið (niðri í bæ), kaupi inn fyrir helgina og tali við fólk. Setjist síðan niður með bjór (allt í lagi því hugsunin er svo skýr) og verji tímanum í pælingar.

::: hent inn 13:11 :::


12 september 2002 :::
 
Af mbl.is:

Bush sagði að Saddam hefði ráðist á Íran árið 1980 og Kúveit 1990. Hann hefði skotið langdrægum flugskeytum á Sádi-Arabíu, Barein, og Ísrael, ríkisstjórn hans hefði fyrirskipað að allir á aldrinum 15 til 70 ára í nokkrum þorpum Kúrda skyldu drepnir. Hann hefði beitt efnavopnum gegn Íran og 40 íröskum þorpum.

Gætum fullrar sanngirni.. förum aftur til 1980.

USA réðust á:

- Grenada 1983
- Panama 1988
- Írak 1991
- Sómalíu 1993
- Júgóslavíu 1999
- Afganistan 2001

Saddam 2, USA 6.

USA hefur skotið langdrægum flugskeytum á öll þessi lönd, og myrt tugþúsunda saklausra borgara á aldrinum 15 til 70 ára, á efnavopn, sýklavopn, jarðsprengjur, kjarnorkuvopn ofl. ofl. Rekur skóla fyrir hryðjuverkamenn og einræðisherra í Mið- og S-Ameríku og hegða sér almennt eins og þeir séu yfir alla hafnir.. áskilja sér rétt til að standa utan við alla alþjóðasamninga í umhverfismálum, afvopnunarmálum, stríðsglæpadómstól osfrv.

Dæmi um veruleikafirringu (tölublað 11. sept)

::: hent inn 16:07 :::


11 september 2002 :::
 
Jæja, þá er 11. september runninn upp og ekki búið að sprengja neitt í loft upp ennþá. Klukkan er reyndar ekki nema 5.13 í New York núna, þannig að við skulum bíða og sjá.

Annars frábið ég mér algjörlega að taka afstöðu í þessu prívatstríði USA og bókstafstrúarmúslíma. Ég hef samúð með fórnarlömbum beggja. Það er alveg skiljanlegt að brjálæðingarnir í Al-Qaeda séu brjálaðir út í USA, það eru það allir nema eitthvað heilaþvegið hyski. Allir sem hugsa, sama hvort þeir eru þröngsýnir bókstafstrúarmenn eða frjálslyndir menntamenn, geta bent á eitthvað rotið í fari Kanans. Hvernig er ekki hægt að vera á móti ríki sem:

- Neitar að samþykkja alþjóðlegt bann við jarðsprengjum
- Vill auka olíubrennslu í heiminum
- Heldur úti herstöðvum í 100 löndum
- Ræður öllu í spilltum og ógeðslegum stofnunum á borð við IMF
- Skuldar samt Sameinuðu þjóðunum pening
- Gerir út 51. fylkið, Ísrael, sem tekur 4 milljónir araba í bossann daglega
- Allar viðbætur á þennan lista eru vel þegnar

En hey.. eru Bandaríkin ekki kyndilberar frelsis og lýðræðis í heiminum, og allir sem eru á móti því annað hvort "evil" eða kommúnistar?

Þetta var 11. september-hugvekja Baldurs. Takktakk.
...
Haloscan-kommentakerfið er komið aftur í gang. Ef það böggast aftur tek ég það endanlega út. Kommentið á meðan þið getið!

::: hent inn 10:25 :::


10 september 2002 :::
 
Prumpa? Kúka.

Ég var að lyfta núna áðan í fyrsta skipti í hálft ár og komst strax í gamla fílinginn. Er að spá í að nýta mér þennan skyndilega áhuga og fara að pumpa járn næstu 3 mánuði (sem er tíminn sem það tekur yfirleitt að fá leið á þessu). Þetta er alltaf bærilegra þegar maður er í félagsskap, fór með Snorra í Hreyfingu og komst í svo mikinn ham að ég var á tímabili farinn að messa yfir honum eins og einkaþjálfari.

Þessi 10 ára piltur er búinn að lyfta síðan hann var tveggja ára og keppa í vaxtarrækt síðan hann var sjö:



Eins gott að þið farið að byrja sem fyrst, hlunkarnir ykkar. Annars var þessi viðbjóður í boði Rebekku. Hún er næm á svona lagað, stelpan. Fréttina má lesa hér.

Stelpa.. pissa. Nei. Kúka.
...
Fór annars á Mekong áðan. Það eru komnir nýir eigendur. Staðurinn lítur nokkurn veginn eins út en er alveg búinn að missa gamla sjarmann. Tússtaflan er farin og tölvuprentaðir matseðlar komnir í staðinn. Þurrkuntulegi kallinn með bringuhárin er farinn og tvær (já, tvær) stelpur komnar í hans stað. Ekki hægt að fá kók heldur bara pepsí. Svo var maturinn þurr og asnalegur, og engir svona blautir kjúklingaleggir tilbúnir í potti. Eini ljósi punkturinn er að þeir eru ekki búnir að hækka verðið. Ég sakna gamla Mekong, blessuð sé minning hans.



::: hent inn 20:49 :::


 
Smá kvikmyndarýni...



The Believer er mynd með súru plotti (en sannsögulegu) um gyðing sem er jafnframt nasisti. Alveg að farast úr biturleika yfir því að hafa verið rekinn úr skóla fyrir gagnrýna hugsun, og öðrum komplexum. Dálítið spes mynd.. gaurinn sem leikur aðalhlutverkið er dálítið líkur Benedikt Erlingssyni og nær þessum súra karakter bara nokkuð vel. Einkunn: 7,7.



Shallow Hal fjallar um gaur sem er endalaust mikið hyski og með allt of háan standard. Svo einn daginn er hann dáleiddur til að sjá einhver ógeðsleg hraun sem hinar mestu drottningar (þ.e. ef þær eru "fallegar að innan"). Þið getið svo rétt ímyndað ykkur alla væmnina sem er hægt að spinna í kringum svona plott, og já, hún notfærir sér það óspart. Á nokkra góða spretti en að öðru leyti slöpp og full af amerískri væmni. Einkunn: 4,6.
...
Ég hoppaði hæð mína af gleði (með fyrirvara) þegar ég las Fréttablaðið í morgun. Lággjaldaflugfélagið sem er búið að standa til að stofna í 3 ár núna á víst að byrja að selja eftir nokkrar vikur. Ekkert má gefa upp. Skiljanlegt, því eftirfarandi tvær fullyrðingar munu eflaust alltaf gilda um Flugleiðir (annars ágætis flugfélag) :

a) Flugleiðir kunna ekki að markaðssetja flug fyrir Íslendinga til og frá Íslandi
b) Flugleiðir reyna alltaf hvað þeir geta til að bola samkeppnisaðilum út af markaðnum sem fyrst, í krafti stærðar sinnar

En ég vona að þetta flugfélag muni dafna... þá getur maður kannski stundað sitt helsta áhugamál, að ferðast, meira en maður hefur gert.

::: hent inn 12:42 :::


09 september 2002 :::
 
Hahahaha...




"Wait, I'm not a dictator!" you cry! Well lets look at the check list: Unelected? Check! Use wars and xenophobia to boost popularity? Check! Total control of the media so they never say a bad word against you? Check! Kill scores of innocent people to get what you want? Check! Do anything to get your hands on oil? Check! Inhumane treatment of prisoners? Check! Face it, you're a dictator, and no amount of gloss will hide that fact… or the fact you're a borderline retard who looks like a monkey!

What tin-pot dictator are you? Take the "What Dictator am I?" test at PoisonedMinds.com



::: hent inn 14:17 :::


 
Höfuðsnillingurinn Sveinn Kjarval, einnig þekktur sem Hnakkus, hefur hafið upp raust sína á öldum bloggvakans. Hvet alla sem vettlingi geta valdið til að kíkja á það sem hann hefur að segja.


...
Djöfull er heimurinn kominn út í mikið rugl. Lítum aðeins á nokkrar staðreyndir. 60% Bandaríkjamanna og 90% Breta eru á móti því að það verði ráðist á Írak án samþykkis SÞ. Flestir leiðtogar Evrópuríkja eru á móti því. Fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlitsins segir að það sé ekki séns að Saddam sé búinn að þróa gereyðingarvopn, og þau sem hann á fyrir keypti hann af Bandaríkjunum á sínum tíma. Og það virðist varla vera meirihluti fyrir því að fara út í stríð í þinginu í USA.

Samt er eins og Bush og hans klíka séu löngu búin að ákveða að koma Saddam frá. Eða a.m.k. fara í stríð. Og hann þurfti bara að ræða einslega við Tony Blair í nokkra tíma til að fá hann til að lýsa yfir skilyrðislegum stuðningi við stríð (bendi aftur á 90% andstöðuna hér að ofan). Maður hlýtur að efast um heilindi þessara manna. Hvaða klíka stjórnar heiminum í dag? Það eru fjölmargar ástæður fyrir þrönga valdaklíku til að koma af stað stríði. Vopnaframleiðendur þurfa að selja vopn. Óstöðugleiki í Mið-Austurlöndum ýtir undir vopnasölu. Kannski þarf USA nýja leppstjórn við Persaflóa úr því að Saudar eru ekki jafnþægir og þeir hafa verið. Það er eitthvað viðbjóðslegt baktjaldaplott í gangi og maður fær óbragð í munninn.

Ekki ósvipað því þegar maður heyrði að fullt af mikilvægum mönnum hefðu hringt sig veika 11. september. Hvort styrktu árásirnar þá eða veiktu Bush og hans klíku? Þurfti hann ekki eitthvað smá boost til að draga athyglina frá kosningasvindlinu og þeirri staðreynd að hann hafði ekki meirihluta atkvæða á bak við sig?

::: hent inn 10:40 :::


06 september 2002 :::
 
Púff, nú verður heldur betur söðlað um. Djammarinn fer í pásu og námið fær forgang. Þetta er í raun í fyrsta skipti sem ég fer eftir því sem allir kennararnir í MR sögðu manni (þegar þeir settu á skyndipróf daginn eftir ball) : Námið á alltaf að ganga fyrir félagslífinu (haha). Það er heldur ekki annað hægt, því minn er að vinna alla daga nema miðvikudaga eftir hádegi. Og hvað er planið fyrir helgina? Læra. Búið að setja fyrir heimadæmi og skilaverkefni og nú verður allt sett í gang.
...
Það var annað en síðasta helgi, sem ég átti alveg eftir að minnast á. Á föstudaginn fór hálf deildin beint eftir vinnu á sumarskemmtun Eimskips, sem var algjört rokk. Kepptum í þremur íþróttagreinum: Blöðrubyggingu, fatasöfnun og helíumsöngvakeppni og lentum í 2. sæti. Gleðin hélt svo áfram á Gauknum en um miðnætti fór ég með Svenna á Sólon og þar tók ekki minni gleði við, það kom í ljós að HR-djammararnir höfðu ákveðið að fjölmenna þangað í djamm. Hlunkarnir tóku mynd af mér á leiðinni heim með keppnisbandið....

Laugardagurinn var ekki síðri, við héldum kveðjupartý fyrir Svenna Kjarval og gerðum einn nágrannan brjálaðan. Fór líka á kveðjutónleika Rúnk á Grand rokk og þeir voru algjört rokk. Almenn gleði stóð langt fram eftir nóttu og fram á næsta dag.. svo að segja. Nú tekur alvaran við og það er ekkert gaman.



::: hent inn 12:56 :::


05 september 2002 :::
 
Jess maður. Tóbaksfyrirtækin eru í krossferð fyrir frelsi og réttlæti til handa Íslendingum. Þau segja að nýju tóbaksvarnarlögin brjóti í bága við stjórnarskrána.



Hér má sjá riddara réttlætisins, þá Roy Herold og Joost Keulen (lögfræðingar sem starfa af hugsjón greinilega), á blaðamannafundi en þeir komu til Íslands gagngert til að berjast fyrir rétti okkar.

Þessu ber að fagna. Loksins stendur einhver upp fyrir rétti einstaklinganna. Og að sjálfsögðu er þetta fyrst og fremst barátta góðmennanna fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum okkar en ekki barátta af þeirra hálfu til að græða meiri peninga. Og af hverju ættum við svo sem að fetta fingur út í það? Þeir mega alveg halda því fram að reykingar skaði í rauninni engan eins og þeir hafa gert síðustu áratugi. Markmiðið er TCS: Total Customer Satisfaction - að kúnninn komi aftur og aftur og sjái ekki ástæðu til að hætta viðskiptunum (lærði þetta í markaðsfræði í dag.. ). Íslenska ríkið er bara að þvælast fyrir.

::: hent inn 15:11 :::


02 september 2002 :::
 
Þrjú dæmi um heimskulega fordóma:

a) Íslendingar fussa og sveia yfir því þegar tælenskar eða filippseyskar konur, búsettar á Íslandi, fara saman að versla og í saumaklúbb.
b) Íslendingar í útlöndum stofna Íslendingafélög og Íslendingakóra, og verða bestu vinir bara af því þeir eru Íslendingar.

a) Íslendingum finnst furðulegt þegar útlendingar sem hafa verið búsettir á Íslandi í 25-30 ár halda Thanksgiving eða vinna á aðfangadagskvöld til að fá frí á jóladag.
b) Íslendingar sem hafa verið búsettir í útlöndum í 25-30 ár láta senda sér lakkrís og hangikjöt og halda jólin á aðfangadagskvöld.

a) Íslendingar ráða sér vart fyrir hneykslun á þeim fáu útlendingum sem kæra sig ekki um að læra íslensku og vilja skylda alla til þess (+ taka upp íslensk nöfn).
b) Flestir Íslendingar í útlöndum nota enskuna ef þeir geta. Veit dæmi um tölvunörda sem hafa farið til hinna Norðurlandanna í nokkur ár og eru ekki enn búnir að læra t.d. norsku!

::: hent inn 12:48 :::




Powered by Blogger