brjóstvörn sannleikans  

hvítt blogg


Heim Gamalt og gott Póstur
Hnakkus Vala Elísabet
Glöggið Raggi Mikki

11 júlí 2002 :::
 
Fyrstu myndir úr ferðinni!

Skoðið myndirnar hér

og komið aftur, því myndir frá Sarajevo og eftir það eiga eftir að koma inn.

::: hent inn 11:30 :::


07 júlí 2002 :::
 
Kaupmannahöfn

Ég er á leiðinni heim. Vorum að koma til Köben eftir 18 tíma lestarferð frá Salzburg. Fáránleg tilhugsun að vera að fara í vinnuna á þriðjudaginn eftir allan þennan þvæling... ! Það er eins og það sé ár síðan við vorum í París.

En svo við hverfum aftur þangað sem frá var horfið þá fór seinni dagurinn í Bol aðallega í það að synda í sjónum, sem var ansi ljúft. Svo eldaði ég spagetti bolognese á meðan Bjarni og Snorri fóru í tennis. Eftir þessa stóru máltíð var Snorri hálfsyfjaður þannig að ég og Bjarni fórum á smá pöbbarölt. Spjölluðum við tvær þýskar stelpur sem voru að böska í Bol af öllum stöðum.

Fimmtudagurinn var bara eitt langt ferðalag. Rúta, bátur og lest, allt sama dag. Komum við í Split (næststærstu borg Króatíu) í fjóra tíma. Geðveikt flott borg þar sem miðbærinn er að hálfum hluta í rómverskri höll, fullt af fallegu kvenfólki og baðströndum. Það hefði alveg verið þess virði að stoppa þar lengur, en við vorum búnir að boða komu okkar til Salzburg. Þannig að við hoppuðum um borð í fáránlega hæggenga lest (það flugu neistar upp úr eimreiðinni, ætli hún hafi ekki gengið fyrir kolum eða e-u álíka) og eyddum 14 tímum í henni og annarri lest sem fór með okkur til Salzburg.

Snorri á vinkonu í Salzburg sem heitir Guðrún, starfar þar sem sjálfboðaliði og býr á stúdentagarði með allra þjóða fólki. Hún lánaði okkur herbergið sitt og gisti hjá vini sínum. Stúdentagarðurinn er eitt stórt partý, og Snorri fór út í búð og keypti kassa af bjór og tvær vodkaflöskur á 14 euro ( um 1300 krónur) sem dugði fram að miðnætti fyrir 7 manns. Þá var haldið á stórt diskótek í bænum sem heitir Loft (en lítur ekki út eins og loft, heldur hellir). Menn voru ansi skrautlegir á leiðinni og ferðin tók ansi langan tíma af þeim orsökum. Við rákumst á skilti sem stóð á "party" og ákváðum að kíkja. Partýið reyndist vera hjá kaþólsku króatísku ungmennafélagi, og þar tókum ég og hin finnska Johanna ágætis syrpu á píanóið. Þetta var ekki í eina skiptið sem við hittum Króata því Snorri snillingur fór að æpa "Hrvatska! Hrvatska!" inni á diskótekinu og vakti með því athygli tveggja Króata sem fóru undir eins að tala við hann á króatísku.

Morgunninn eftir var frekar þunnur og þess vegna kom það okkur skemmtilega á óvart að sjá að það þótti alvanalegt að fá sér afréttara í partýblokkinni. Afréttararnir urðu síðan ansi margir og íslenskt rapp og teknótónlist blastað til skiptis. Sáum ekki mikið af Salzburg þessa tvo daga, en hittum fullt af skemmtilegu fólki.. svo er líka gaman að sleppa sér aðeins svona í lokin.

Ég og Snorri komum heim á miðnætti í kvöld. Hlakka til að sjá alla heima.... en ég væri alveg til í að ferðast í mánuð í viðbót.

::: hent inn 14:13 :::


03 júlí 2002 :::
 
Bol

Thad er ekki haegt ad segja annad en ad lifid se frekar ljuft a eyjunni Brac. Her er thad sem menn segja ad se flottasta strondin vid Adriahafid (sja mynd her ad nedan) og alla daemigerda turistathjonustu haegt ad fa en samt er ekki allt flaedandi i turistum.



Eftir eftirminnilega helgi i Sarajevo hoppudum vid upp i ghetto-rutu daudans, og vid toku 6 timar i vidbot i Balkanskagaakstri. Ferdin var frekar vidburdalitil... thangad til vid komum til eyjarinnar. Vid thurftum ad hringja i leigubil i odrum bae og kallinn sem tok a moti okkur er gamall Kroati med bjorvomb og yfirvaraskegg, og godan humor. Hann lifir a ad keyra turista eins og okkur milli baeja og leigja ut ibud i husinu sinu, og hefur thad helviti gott.. alltaf med gesti i mat ad heilsteikja lambalaeri. Vid leigdum semsagt ibudina, sem er bara ansi fin.

Gaerdagurinn byrjadi ekki vel, vid aetludum ad taka hann snemma en voknudum kl. 11 og thad var skyjad. Planid var ad leigja bat og fara hringinn i kringum eyjuna og synda i sjonum en thvi var bara slegid a frest og vespa leigd i stadinn. Eg og Snorri brunudum um eyjuna allan daginn a medan Bjarni for einn i fjallgongu. Ekki ofundadi eg hann thegar tilkynningar foru ad berast i SMS um 3-4 cm long skordyr, kongulaer og edlur uppi i fjallinu. Um kvoldid var djammid i Bol tekid ut og thad urdu sma vonbrigdi. Vid spjolludum vid 2 slovenskar blomarosir sem sogdu okkur ad folkid myndi byrja ad streyma inn i baeinn eftir naestu helgi, annars vaeri bara djamm um helgar. Vid nadum tho ad finna diskotek a hoteli (sjalfsbjargarvidleitnin).. thar sem Thjodverjar og Austurrikismenn voru i godu flippi ad drekka vodka i Fanta a 200 kall islenskar. Komum engu ad sidur snemma heim a islenskan maelikvarda.

I dag er svo buid ad vera snilldarvedur, 33 stiga hiti og glampandi sol. Vorum ad koma af strondinni og planid er ad fara aftur eftir sma thynnkufaedi.

::: hent inn 11:58 :::




Powered by Blogger