Við kumpánarnir vorum að missa af rútu. Ekki af því við vorum svo óstundvísir, heldur af því að af einhverjum dularfullum ástæðum biluðu allir hraðbankar í Sarajevo akkúrat á þeim tíma sem okkur vantaði pening fyrir gistingunni og rútuferðinni. Þannig að hér sitjum við Snorri á internetkaffinu sem er ekki bara á íslensku heldur opið allan sólarhringinn.. þvílík snilld.
Laugardagurinn fór í að skoða borgina og það var frekar mikið sjokk að sjá alla eyðilegginguna. Þótt það séu sex ár síðan stríðinu lauk þá eru skotholur og sprengjuför í næstum öllum húsum nema þeim sem liggja við aðalgöturnar í miðbænum. Þá eru ekki undanskildar blokkirnar í úthverfunum og húsin uppi í hæðunum. Svo er auðvitað sláandi að sjá stjórnarbygginguna, sem var 20 hæða skrifstofubygging, standa eins og gapandi sár við hliðina á Holiday Inn þar sem blaðamennirnir voru á meðan á stríðinu stóð. Byggingin er brunnin til kaldra kola og það er hægt að sjá ummerki eftir sprengjur en hún stendur enn. Svo fengum við okkur göngutúr um hverfið sem fór verst út úr götubardögunum og umsátrinu, í kringum áðurnefnda byggingu. Algjör draugabær.
En nóg um það. Við fórum á pöbbarölt með Ölmu um kvöldið, sem entist stutt af því við áttum að vakna kl. 7 morguninn eftir í rafting-ferð. Hress stelpa, en flestir Íslendingar fá örugglega menningaráfall við að eyða kvöldi með henni þar sem hún er múslími og drekkur yfirleitt ekki. Lítur samt út eins og Íslendingur, en eftir að við vorum búnir að segja henni frá helstu menningarsérkennum Íslands taldi hún sig ekki geta logið til um að hún væri íslensk, af því hún er heilla 22 ára og á engin börn.
En svo var vaknað á ókristilegum tíma og haldið út í taðgat í Herzegóvínu. Sundursprengdir bóndabæirnir farnir að venjast þannig að maður gat gapað yfir stórkostlegu landslaginu í friði. Gengið sem við fórum með var allt í eldri kantinum. Eftir dæmigerða bosníska morgunafslöppun (einn kaffibolli sem er setið yfir í 1-2 tíma) fóru allir í bátana og sigldu niður ána Neretva. Þegar við vorum ekki að hamast í flúðum var hægt að róa, sleikja sólina og dást að óspilltri náttúrunni. Góður dagur... og ótrúleg helgi. Núna geta mamma og pabbi hætt að hafa áhyggur því á morgun verður hægt að ná í alla. Ef það næst ekki í mig verð ég að synda í Adríahafinu!!!
Vil annars taka það fram að allar myndir hér á síðunni eru bara skraut .. þær eru ekki frá okkur komnar. Þessar 500 myndir sem við höfum tekið eru enn fastar í myndavél dauðans. Svo megið þið hin alveg fara að skrifa í gestabókina...
Sarajevo. Borg sem hefur þrisvar verið í sviðsljósinu á 20. öldinni. Fyrst þegar morðið á ríkisarfa Austurríkis í borginni hóf atburðarás sem leiddi til fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 1914. 1984 voru haldnir vetrarólympíuleikar í borginni. Borgin fékk svo aftur athygli heimsbyggðarinnar árin 1992-1996 þegar Bosníu-Serbar sátu um hana og reyndu að lama baráttuþrek íbúanna. Leyniskyttur skutu á saklausa vegfarendur, lokað var fyrir rafmagn, vatn og hita, og sprengjur féllu á almenningsstaði. Landsbókasafnið, sögufræg bygging með aldagömlum handritum, var brennt til kaldra kola. Heimsbyggðin stóð á öndinni þegar hryllingnum var sjónvarpað heim í stofu á hverjum degi í fjögur ár. En fólkið gafst ekki upp og núna er borgin og landið hægt og bítandi að ná andanum.
Þetta var fyrir þá sem ekki vissu hvað við vorum að fara út í. En við vorum búnir að kynna okkur málin ágætlega þegar við hoppuðum um borð í rútuna í gær. Eftir 2 klukkutíma af hraðbraut og flatlendi hélt rútan inn á einbreiðan þjóðveg og þá fóru strax að blasa við okkur sundurskotin hús, þaklaus hús og hús sem var a.m.k. byrjað að endurbyggja. Og þetta var áður en við komum inn fyrir landamæri Bosníu. Þegar við höfðum fengið stimpil á fyrstu síðuna í vegabréfið frá Bosníu-Herzegóvínu urðu hlutirnir ennþá forvitnilegri. Enn fleiri húsarústir, kyrillískt letur á skiltum, allt frekar framandi. Landslagið í þessu landi er svakalegt, skógi vaxin fjöll, dalir og gil, og maður fékk flassbakk í gömlu fréttamyndirnar þegar sundurskotin hús á víð og dreif blöstu við. Rútubílstjórinn keyrði eins og brjálæðingur og sá sem gat sofið á skilið alla mína virðingu.
Í gærkvöld komum við svo til Sarajevo. Rútustöðin er nokkur rútustæði, nokkrar lúgur og einn tíkallasími. Sem betur fer virkar síminn hans Bjarna hérna. Á móti rútustöðunni stendur risastór yfirgefin sundursprengd bygging. Tókum leigubíl sem kostaði ekki nema 400 kall. Þá var komið að því að finna íbúðina hans Mustafa, sem Alma (enn einn sýndartúristinn) var búin að hafa samband við. Sáum ekkert nafn á hurðinni svo við bönkuðum bara á næstu íbúð og spurðum hvort Mustafa byggi í húsinu. Svarið var eitthvað á þessa leið: "Nei við könnumst ekki við hann, en þið megið gista hér ef þið viljið". Þannig að núna höfum við íbúð fyrir okkur í miðborg Sarajevo, rétt hjá öllu (meðal annars þessu internetkaffi þar sem ég get bloggað á íslensku). Erum að fara að horfa á 3. sætisleikinn núna og hitta Ölmu. Svo á morgun förum við í river-rafting með fólki frá Bosníu.. múslimum, Króötum og Serbum, á ánni Neretva sem er víst tiltölulega auðveld yfirferðar. Á mánudaginn verður það liðin tíð, þannig að ég reikna með að gera því ævintýri einhver skil þá.
Auðvitað byrja ævintýrin fyrst þegar maður fer minna troðnar slóðir. Ég er svo heppinn að hafa kynnst fólki frá Króatíu og Bosníu á netinu og þegar maður fer að boða komu sína, þá fyrst byrjar fjörið. Þetta er nefnilega gestrisnasta fólk sem sögur fara af, skipuleggur djamm, býður manni í mat osfrv.
En hefjum leikinn þar sem frá var horfið. Það var ekkert gert af viti í Verona það sem eftir var. Horfðum á fótbolta og söfnuðum orku, Abba komst ekki til að kveðja vegna gríðarlegra anna í vinnunni. En um fimmleytið lögðum við af stað til Zagreb og ákváðum að stoppa aðeins lengur í Feneyjum en við þurftum, bara til að tékka á stemmingunni. Það fólst aðallega í því að labba inn í borgina, finna ódýra pizzu, borða hana og snúa aftur á lestarstöðina. Það væri sennilega ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Snorri pantaði sér pizzu með einhverju sem hann vissi ekki hvað var. Á borðið kom pizza með ansjósum, kapers og ólífum, en flestir borða ekkert af þessu og það á sannarlega við um Snorra....
Síðan tók við næturlest til Zagreb. Vegabréfin voru stimpluð eins og ekkert væri, það er nýbúið að fella niður áritunarskyldu fyrir Íslendinga og þess vegna héldum við niðri í okkur andanum. Komum klukkan 5.30 um morguninn og tókum eina góða myglumynd í morgunsárið (hún verður sett á netið við betra tækifæri). Fólk var almennt frekar myglað, og þar sem við vorum einstaklega myglaðir ákváðum við að taka leigubíl. Hann gat nú ekki verið mjög dýr. En neinei. Hann kostaði 1500 kr. íslenskar fyrir að fara svipaða vegalengd og frá miðbæ Reykjavíkur upp í Mjódd! Við sögðum því "aldrei aftur" og svindluðum okkur í sporvagna og næturstrætó það sem eftir var dvalar.
Fyrsti Króatinn sem við hittum var Ana, en hún er þessi ofvirka týpa .. er í læknisfræði, formaður alþjóðasamtaka læknanema í Zagreb, formaður róðrarfélagsins og í mjög öflugum kór (held að hún sé formaður þar líka), a.m.k. borgar það sig fyrir hana að ganga með 2 gsm-síma á sér. Hún hafði þó tíma til að sýna okkur bæinn Samobor, borða köku sem er upprunnin þar, rölta í kringum útivistarsvæðið og drekka nokkra bjóra með okkur um kvöldið. Þess má geta að hún var í prófum, þannig að það virðist loða við fleiri en íslenska námsmenn að finna sér eitthvað annað að gera þegar þeir eiga að vera að læra... þetta var a.m.k. góður dagur.
Marta vinkona okkar var líka í prófum, sömuleiðis félagi Mladen og þau voru nýkomin úr prófi þegar við heilsuðum upp á þau. Röltum aðeins um bæinn og sinntum ýmsum erindum og var síðan tilkynnt að okkur væri boðið í mat heim til hennar. Fórum í úthverfi uppi í hæðunum í kring sem lítur meira út eins og sumarbústaðabyggð og þar beið okkar veisla mikil. Pabbi hennar sparaði ekki heimabruggaða hvítvínið og vorum við orðnir ansi kenndir þegar líða fór á eftirmála máltíðarinnar. Nú kom sér einstaklega vel að hafa lært þýsku, því karlinn kunni frekar lítið í ensku. Hann fræddi okkur heilmikið um sögu þjóðar sinnar og hörmungarnar í seinni heimsstyrjöldinni, það var mjög fróðlegt að hlusta á það. Hins vegar ekki jafnfróðlegt fyrir þá sem sátu við borðið og skildu ekki stakt orð í þýsku.
En svo var haldið á vit næturlífs Zagreb-borgar. Hittum fleiri króatíska háskólanema af kvenkyninu, sem allar voru í tungumálanámi í háskólanum. Eftir nokkra bjóra og kokkteila og áhugaverð kynni mætti Ana á svæðið með bróður sinn, sem var klæddur eins og hann væri nývaknaður eða á leiðinni í rúmið, og kunni enga ensku. Kvöddum hina (allir í prófum...) og týndum Snorra inn á spilavíti. Fórum á enskan pöbb á meðan hann settist á bar, hitti þýska stelpu og fór að drekka tequila með henni. Síðan mætti hann á enska pöbbinn og drakk 3 bjóra og einn kokkteil á meðan við hin drukkum hálfan. Það var því ekki að spyrja að leikslokum... þau eru ekki prenthæf, ég vil ekki særa neinn.
En í dag (28. jún) erum við á leiðinni til Sarajevo. Vildi að við gætum eytt meiri tíma í Zagreb, þetta er borg sem manni líkar alltaf betur og betur við. En auðvitað sker maður ekki niður restina af ferðinni.. sem fer reyndar að líða undir lok eftir rúma viku.. argh.. mig langar ekki heim..
Tha er fyrri halfleik ad ljuka. Paris, Barcelona og Verona ad baki og vid taka aevintyri i fyrrverandi Jugoslaviulondum, Kroatiu og Bosniu. Komum til Zagreb i fyrramalid og verdum fram a laugardagsmorgun en aetli hapunktur ferdarinnar verdi ekki river rafting i Bosniu med folki af ollum thjodflokkunum sem var verid ad bjoda okkur i.
I fyrradag eyddum vid deginum i ad rolta um borgina med lidinu sem vid hittum i lestinni. Thad var mjog gaman, fyrir utan thad ad bandarisku stelpurnar, Jesse og Rilley, voru augljoslega farnar ad fara adeins of mikid i taugarnar hvor a annarri. Ekki gott. En thetta var godur dagur sem vid saum fram a ad myndi enda med godum kvoldverdi med Obbu, en kvoldid var rett ad byrja tha. Eftir ad J og R voru farnar ad sofa kom fyllibyttan upp i Islendingunum og Irunum.. eg held satt ad segja ad fjandinn verdi laus thegar thessir tveir thjodflokkar hittast. Thid aettud ad profa thetta.
Forum fyrst a frekar dyran bar thar sem bjorinn kostadi 4 €. Thad var audvitad alls ekki nogu gott svo vid fengum bara eigandann til ad hringja a bil og lata hann keyra okkur a odyran kebabstad. Thar gerdi Snorri sersamning vid afgreidslumanninn og keypti 25 bjora a 50 €. Sidan tok vid thvottekta islensk-irsk utilega i italskri borg. Um kl. 2 settumst vid ad sumbli vid hringleikahusid og eftir ad hafa kallad a eftir nokkrum hopum af folki gripum vid athygli 2 fongulegra stulkna fra Kanada sem voru ad bida eftir lest. Riggudum upp stolum af naesta kaffihusi og satum vid drykkju i nokkra klukkutima. Endudum svo uppi a tjaldstaedi um kl. 6, thar sem folk var ad vakna (their sem voknudu ekki voknudu vid laetin i okkur). Eg og Bjarni forum nidur a hostel kl. 7 og nadum ad sofa i 2 tima (thangad til ollum var hent ut ur herbergjunum) en Snorri svaf i tjaldinu sem Irarnir voru med. Annar Irinn, Tim, sofnadi a picnic-bordi. Ansi gott sunnudagskvold...
Eins og menn geta imyndad ser vard ekki mikid ur deginum i gaer.. ekkert nytt, engar myndir teknar. Bara sofid ur ser i gardinum. Held ad drykkjukvotinn se fylltur fyrir naestu daga.
Erum komnir til Verona og erum i assgoti godum filing. Eftir ad eg bloggadi i Barcelona komumst vid ad thvi ad lestin var full og vid thurftum ad redda okkur odruvisi til Italiu. Taka 3-4 lestir sem toku samtals 20 tima (i stadinn fyrir 14 tima... ) en madur tekur thvi. Thegar vid hoppudum upp i lestina a landamaerum Frakklands og Spanar hittum vid tvaer hressar stelpur fra Bandarikjunum. Fundum galtoman vagn og forum ad spjalla og spila. Svo baettust tveir Irar i hopinn, ad sjalfsogdu med nog af afengi i nesti, raudvin i koki. Thetta breyttist i hid skemmtilegasta naeturgaman, eg veit ekki hvernig vid hefdum meikad thessa ferd odruvisi. Nuna sitjum vid med thessu gengi a internetkaffihusi. Thetta folk er toluvert niskari en vid og kannski aettum vid ad reyna ad dempa okkur nidur eftir alla eydsluna i Paris.. bandarisku stelpurnar (sem bua i borg rett hja South Park) lifa a odyru braudi og Nutella, og Irarnir adallega a odyru raudvini, koki og bjor. Annars er nokkud god frammistada bara ad komast af a 80 euroum (thar af 40 i spilavitisgroda :) a 4 dogum.. i Vestur-Evropu.. alvoru bakpokalifnadur bara.
Hostelid sem vid gistum a er endurnyjud 16. aldar villa med e-um svaka listaverkum a veggjunum. Karlar og konur eru a sitthvorri haedinni, dyrunum er lokad 23.30 og herbergjunum kl. 9.00! En thetta er svo flott allt saman ad thetta er naestum thvi thess virdi. Abba baud okkur i mat i gaerkvoldi, ansi grand a thvi stelpan. Satum uti a svolum i 3 tima med raudvin og grappa og dyrindis maltid. Frabaert lika ad fa loksins alvoru maltid eftir allar svadilfarirnar, svo madur tali nu ekki um sturtu og rakstur.
Get annars ekki bedid eftir ad sja og syna thessar 300 myndir sem eru komnar inn a velina hans Snorra. Planid nuna er ad sleppa Salzburg i bili, vera herna a.m.k. fram a thridjudagskvold og fara svo til Zagreb. Hvort eg skrifa naest thar eda her kemur bara i ljos.. og hvad gerist veit enginn!
Hef thvi midur ekkert farid a netid i Barcelona fyrr en nuna, 3 timum fyrir brottfor. En thegar thad er gaman tha nennir madur ekki a netid. Oskar tok a moti okkur a lestarstodinni. Hann a heima thar rett hja, sem er mjog gott. Hentum af okkur toskunum og settumst strax yfir Italia - S-Korea med kaldan bjor i hendi. Thegar leikurinn var buinn var haldid a hina margfraegu Romblu, og thad var Jana Maren dottir Oskars sem teymdi okkur um thessa gotu, sem er halfgerdur sirkus - gaeludyrasalar (med kameljon og edlur), alls konar misgodir skemmtikraftar, t.d. Michael Jackson- og Bruce Lee-eftirhermur osfrv. Mesta snilldin er samt su ad kaffihusin a gotunni lata mann fa liter af bjor eda gosi ef madur pantar og gefur ekki nakvaemlega upp magnid. Ekkert sma ribboff. Svo fengum vid okkur Henna-tattoo, sem er e-d drasl sem dugir i nokkra daga. Gaurarnir sem tattuverudu okkur pokkudu saman og fludu undan loggunni rett eftir ad vid versludum vid tha... Thegar her var komid vid sogu var afengid farid ad stiga manni eilitid til hofuds, en vid letum thad ekki stoppa okkur i ad hitta Oskar og Evu, konuna hans, a irskum pobb nidri vid hofnina. Snorri var ekki i serstaklega godu formi og svaf standandi i nedanjardarlestinni a leidinni heim. Thar var svo haldid afram ad sotra bjor en enginn helt ut lengur en til midnaettis vegna naeturlestarthreytu.
Daginn eftir forum vid ad skoda Sagrada Familia, kirkjuna fraegu sem er buin ad vera i byggingu i meira en 100 ar og a eftir ad taka nokkur hundrud i vidbot ad klara. Rosaleg sjon. Forum svo i langa gongu thadan, nidur i bae og nidur ad strond. Thad er badstrond bara 10-15 min labb fra hofninni i midbaenum. Gerist ekki betra. Eftir thessa longu og strongu gongu tok vid atveisla mikil a baskneskum pobb (madur er a.m.k. ohultur fra sprengingunum thar sbr. tilraedin i dag!) thar sem var beinlinis radad ofan i okkur rettunum, saltfiskomelettum, halfhrarri nautasteik, sardinum og allskonar jukki. Vorum i godum filing eftir thad og forum a pobbaroltid. Thad klikkar sko ekki barcelonska naeturlifid .. allt ut i borum og skemmtistodum og heilu diskotekagoturnar blasa vid manni. Endudum a sama irska pobbnum og daginn adur, thar sem Bjarni og Snorri skiptust a ad panta tequila og romm ofan i lidid. Forum svo heim og spiludum Bubbalog a gitar til svona 7 um morguninn.
Thynnkudagur daudans... fimmtudagurinn. Lika verkfallsdagur daudans. Thad var allsherjarverkfall a Spani og allir sem voru med budir opnar attu thad a haettu ad aestur mugur bryti rudur og gerdi graffiti a budirnar. Thannig ad vid kiktum bara a Nou Camp i e-u eirdarleysi en menn komust svo aftur i girinn, eftir nokkra bjora heima. Kiktum svo a Via Olympia, splunkunytt hverfi med glaesihotelum og diskotekum sem var komid upp fyrir olympiuleikana 1992. Forum i spilaviti og spiludum rullettu villt og galid thar til allir voru bunir med peninginn nema eg, sem var 40 euroum rikari. Akvad ad vera ekki ad lata bida eftir mer, labbadi ut med gossid og splaesti bjor a linuna. Forum heim ekkert alltof seint, i annad "eftirparty".
En thetta er buid ad vera mjog mjog gaman. Oskar og Eva eru godir gestgjafar og borgin sjalf er jafnmikil snilld og sogurnar segja. Skemmtileg og afsloppud og odyrari en Paris. Eftir 3 tima hoppum vid i naestu lest, naeturlest til Milano .. thadan tokum vid 2 tima lest til Verona, thar sem Abba bidur okkar og aetlar ad chilla med okkur i hitabylgjunni. Ciao...
Ja, thad gekk ekki alveg nogu vel ad finna Paul. En vid fundum hina forljotu byggingu Pompidou og thad var allt idandi af lifi i kringum hana. Sidan var haldid i blamidbaeinn, skodudum Louvre (bara ad utan, thad tekur vist 2 daga ad skoda safnid ad innan) og pyramidann og tokum svo ad rolta i stora gardinum thar nalaegt sem eg man ekki hvad heitir. Forum i parisarhjol (.. i Paris.. haha), og thadan var heldur betur geggjad utsyni.
Fengum svo enn geggjadra utsyni ur Eiffelturninum. Jaja, mesta turistagedveiki EVER .. en vel thess virdi ad skoda, thetta er svakalegt mannvirki. Lobbudum upp svon 562 troppur adur en vid komum upp a 2. haed og thadan var ekki haegt ad komast upp a topp nema bida i rod a eftir feitum bandariskum unglingskrokkum med bladamannapassa. Vorum a toppnum i 5 min og bidum svo i halftima eftir ad komast nidur aftur. Varla thess virdi.. en madur hefdi orugglega sed eftir ad hafa ekki gert thetta! Thegar vid komum nidur voru svona 50 manns sem reyndu ad selja manni drasl og Snorri lenti ad sjalfsogdu i daemigerdustu turistagildrunni. Einhver Pakistani baudst til ad teikna af honum mynd.. "it´s free, you decide if you buy" og svo thegar myndin var tilbuin (eftir 2 min) tha var hun bodin til solu a "20 euro because i like you, special price for you my friend, where are you from?". Thad var ekki mikid djammad thetta kvold, bara setir i 3 tima a odyrum og godum veitingastad.
Sidasti dagurinn for i HM-glap a Radhustorginu og i Bastilluhverfinu (eg hef verid spurdur ad thessu - til hvers erud thid ad fara ut til ad horfa a fotbolta? - en alvoru karlmenn skilja thetta) og sidan forum vid a rolt um Montmartre-haedina .. mjog arti og skemmtilegt allt saman, og Sacre C'our er flott kirkja. Thegar vid komum nidur rakum vid augu i thad sem Snorri var buinn ad leita ad allan timann - Moulin Rouge. I dag er thetta vist kabarettstadur sem heldur randyrar Las Vegas-syningar med halfnoktu kvenfolki fyrir rika og vitlausa turista. Sidan bara pakkad saman....
200 myndir komnar inn a digital velina, ekkert drasl. Kannski sma. Allavega.. Barcelona bidur okkar - komum thangad i hadeginu a morgun. Sidan er 3 daga HM-pasa, sem verdur skrytid. En thad er audvitad nog annad ad gera....
Bon jour! Þá er maður kominn til Parísar... þvílík snilld.
Ferðin byrjaði eins og alvöru interrail-túr.. Bjarni mætti korteri fyrir brottför niður á Hovedbanen til að kaupa Interrail-kort. Það voru 20 manns á undan honum í röðunni og vegna einskærrar góðmennsku afgreiðslustúlkunnar (sem við Snorri höfðum keypt miðann af 20 mín áður) fékk hann fram fyrir röð og svo hófst túrinn! Eftir 5 tíma lestarferð og slatta af bjór komum við til Hamborgar, þar sem okkur var tjáð að það væri ekki öruggt að við kæmumst að í lestinni til Parísar. Aftur óvissa og ekki fyrir ó-æðrulausa einstaklinga að þola. En við röltum bara um galtómar götur Hamborgar (á föstudagskvöldi.. þvílíkt rugl) og virtum fyrir okkur allt skrýtna og skuggalega liðið. Síðan hoppuðum við um borð í 10 tíma næturlest án þess að eiga öruggt sæti, bedda, rúm, eða hvað þetta nú heitir allt... þetta reddaðist, við fengum 6 manna klefa fyrir okkur meira að segja og skiptumst á að sofa á gólfinu og í sætunum. Meðalsvefn á mann var u.þ.b. 2,7 tímar.
Komum svo á Gar de Nord um hálf tíu um morguninn og hófum daginn á croissant, kaffi og eggjum yfir leik Þýskalands og Paraguay. Við hliðina á okkur settist alveg ekta þýskt par, rauðhærður maður með mottu og eyrnalokk, sem fagnaði ákaft, þó á niðurbældan hátt þar sem konan hans hafði greinilega engan áhuga á fússball. Það sem kom mest á óvart þarna var að garconinn talaði ensku og var ekki dónalegur, þvert á allar sögusagnir um Parísarbúa. Hringdum 10 símtöl þangað til við fundum ódýrt hótel með lausu herbergi í 16. hverfi. Fórum þangað .. helvíti ódýrt, 1300 kall nóttin á mann en aðstæður eftir því - herbergið er svona 8 fermetrar og klósettið er með e-rs konar tjaldi fyrir, alveg fáránlegt. En hvað um það, nú var haldið á Champs-Elysées og rölt í átt að Sigurboganum, fórum upp á topp og virtum fyrir okkur svaðalegt útsýni. Fórum svo á amerískan pizzustað þar sem Snorri pantaði sér 1,2 lítra könnu af bjór og þjónustustúlkan missti andlitið (og ekki síður þegar hún sá að það tók hann korter að drekka þetta). Bjórsvelgurinn lætur ekki á sér standa. Svo tók við fótboltagláp á enskum pöbb og þakið hefur eflaust rifnað af húsinu þegar Englendingar unnu 3-0, nennti ekki að gá.
Um kvöldið voru rándýru kaffihúsin og barirnir þræddir, og til að komast inn á skemmtistaði hérna þarf maður víst annað hvort að vera í félagsskap fallegs kvenfólk, vera fallegt kvenfólk eða tískuhommi. Og borga 3000 kall inn. Maður fékk að smakka á 900 kr. bjór (25 cl. Heineken í flösku) .. þetta er ekkert grín að París sé dýr borg. Leigubílstjórar í París eru f-á-v-i-t-a-r. En nóg komið af neikvæðni. Þetta er alveg mögnuð borg og ég hugsa að manni myndi ekki leiðast þó maður væri í 3 mánuði í fríi. En tíminn er takmörkuð auðlind og annað kvöld förum við til Barcelona. Óskar frændi ætlar að leyfa okkur að gista hjá sér, sýna okkur borgina og kenna strákunum að drekka Carlos III.
Í dag .. tja .. vöknuðum hálfþunnir, 28° hiti úti og sól, engin þynnka lengur. Horfðum á hinn æsispennandi leik Íra og Spánverja í félagsskap beggja þjóða, á risaskjá fyrir framan ráðhúsið. Á eftir er markmiðið að finna þungarokkarann Paul frá Laos og fá óskalag. Það er ljóst að næstu 2 vikur verða ansi mikið litaðar af HM - en það er líka bara gaman. Skrifa næst í Barcelona!
Fæ far til Njarðvíkur á eftir, til Snorra sem á heima beint á móti samviskufangelsinu fræga. Ætlum að taka okkur góðan tíma á flugvellinum til að kneyfa öl. Reikna með að kaupa íslenskt nammi handa íslenskum vinum. Svo tekur við næturflug, og Bjarni verður líklega klæddur og kominn á ról þegar við erum lentir. Hann er á leiðinni í atvinnuviðtal úti í rassgati, sem er mjög gott. Á meðan er hægt að sofa úr sér flugþreytu og svefnleysi að hluta til á Rasmus Nielsen Kollegiet. Svo er planið að fara til Hamborgar og þaðan beint upp í næturlest til Parísar. Næturflug, næturlest.. það frábærasta við þetta er að ég sef yfirhöfuð ekki í farartækjum.
But what doesn't kill you only makes you stronger!
Eina sem ég mun sakna af skerinu er veðrið góða, og það að geta ekki tekið þátt í mótmælunum á morgun. Ég treysti á ykkur, lesendur góðir, að hlaupa í mitt skarð.
Hér er ætlunin að skjalfesta hina ógurlegu lestarreisu mína, Bjarna og Snorra Páls sem farin verður dagana 14. júní - 7. júlí. Þeir sem öfunda oss of mikið geta forðast að beina viðtækjum sínum hingað, en öðrum lofa ég skemmtilegum sögum.
Leiðin mun fyrst liggja frá Kaupmannahöfn til Parísar, þaðan til Barcelona og loks til Verona, þar sem Abba mun bjóða í pasta og grappa og feta með okkur í fótspor Rómeós og Júlíu. Þaðan liggur leiðin svo til Króatíu, líklega með ferju, og gleðiborgin Zagreb heimsótt fyrst, en síðan verður yfir landamærin til Bosníu-Herzegóvínu til Sarajevo. Þaðan verður farið á paradísarslóðir Dalmatíustrandar og loks komið við í einhverri miðevrópskri borg (líklega Prag eða Vín) áður en við fljúgum heim.
ATH. miðað við fengna reynslu verður þessu plani ekki fylgt nema að hluta....