brjóstvörn sannleikans  

hvítt blogg


Heim Gamalt og gott Póstur
Hnakkus Vala Elísabet
Glöggið Raggi Mikki

29 október 2002 :::
 
Ég og Æðstistrumpur erum langflottastir. Við lítum út eins og jólasveinar og samt taka allir mark á okkur.

::: hent inn 18:19 :::


28 október 2002 :::
 
Óvænt?


Find your inner Smurf!


Raggi gáfnastrumpur fær prik fyrir að benda á þetta próf...

::: hent inn 12:00 :::


22 október 2002 :::
 
Hahahahaha... sorglegt en satt!!


Sjáðu hvaða týpa þú ert


::: hent inn 13:09 :::


21 október 2002 :::
 
Hey, verð að mæla með tveimur myndum.

Ef þið ætlið í bíó sjáið þá Red Dragon, hún gefur Silence of the Lambs lítið eftir (veit ekki alveg hversu lítið, það er svo langt síðan ég sá hana). Hannibal er í hörkustuði sem fyrr og Ralph Fiennes er magnaður sem fjöldamorðinginn.

Úti á leigu mæli ég með Torrente. Það er furðulegt hvað það hafa fáir séð þessa snilldarræmu. Þetta er ekki mynd fyrir húmorslausa femínista (þ.e. þá sem eru bæði húmorslausir og femínistar, það er í lagi að vera annað hvort) .. hún fjallar um mann sem er svo óendanlega mikið hyski að það er bara snilld. Hann er rasisti, karlremba, fyllibytta og lifir á örorkubótum pabba síns. Sjáið Torrente. Hann er alvöru hyski.

::: hent inn 19:55 :::


16 október 2002 :::
 
Vá hvað ég er hamingjusamur í dag! Flugleiðir voru að kynna nýtt pródúkt sem heitir Smellir og gengur út á það að x mörg pláss í hverri flugvél eru föl fyrir 20 þúsund með sköttum til London eða Köben, og um 27 þúsund til annarra staða í Evrópu, ef maður bókar með 3 vikna fyrirvara.

Maður hlýtur nú samt að spyrja sig: Voru þeir að sjá ljósið í markaðsmálunum eða er þetta útspil af því þeir vita að á næstu vikum byrjar nýtt félag að fljúga til London og Köben fyrir skít og kanil? Jæja það eru allavega skemmtilegir tímar framundan!
...
Það verður fótboltaveisla í virkinu á eftir. Eins gott að Atla verði sparkað ef við töpum - Litháar eru fyrir neðan okkur á heimslistanum en með mjög sterkan heimavöll. Hann ætti ekki að koma að sök núna...

::: hent inn 15:34 :::


 
Jæja, plötudómar... ég hef ekki keypt mikið af geisladiskum undanfarið, enda á ég varla bót fyrir boruna á mér (annað en þessi maður sem var að kaupa sér boru!) .. en hvað um það. Ég stundaði ólöglegt aktívítet í gær og brenndi tvo nýja diska sem Steinar vinnufélagi minn hafði komið haganlega fyrir á harða disknum hjá sér.

Sá fyrri, A Rush of Blood to the Head með Coldplay er töluvert ólíkur frumraun þeirra, Parachutes. Hann er tormeltari og drungalegri og ljóst að drengirnir hafa ekki látið sig detta í hórukassann. Þó létu þeir undan þrýstingi og gerðu hinn prýðisgóða hitsíngul In my Place. En sem sagt - ekki búast við öðrum Parachutes, þó þessi gefi honum lítið eftir er allt öðruvísi stemming yfir vötnunum. Parachutes er orðinn sígild, hálfgerð easy-listening plata en a.r.o.b.t.t.h. mun líklega ekki lenda í þeirri kategóríu. Prýðisgóð viðbót í safnið engu að síður hjá áhugamönnum um góða tónlist! Niðurstaða: 8,2.

En getið hver hinn diskurinn var? Enginn annar en ( ) með sóma Íslands, sverð og skildi Sigur rós. Verð að hryggja þá sem bjuggust við annarri Ágætis byrjun. En hey, Ágætis byrjun var meistaraverk - ( ) er Sigur rós og vel það. Vex við hverja hlustun - átta löng lög sem heita ekkert og hreyfa við manni. Nr. 4 er lokalagið úr Vanilla Sky og fleiri af lögunum snerta mann eins og maður sé staddur í einhverjum dramatískum lokaatriðum. Strákarnir okkar eru á góðri siglingu. Niðurstaða: 8,6.

::: hent inn 11:59 :::


14 október 2002 :::
 
Jæja það var fokking mikið. Miðannarprófin búin, þetta gekk svona upp og ofan, aðallega ofan, einhversstaðar fyrir neðan garðinn. Því fer reyndar víðs fjarri að skemmtuninni sé lokið, því á morgun á ég að kynna lokaverkefni fyrir geimskipið uppi í skóla. Þau hljóma hálfleiðinleg fyrir rænulausan almenning þannig að ég ætla að sleppa því að tilgreina þau. Svo er aðalfundur hjá veldinu á morgun, og ég á víst að semja skýrslu stjórnar, af því að þeir sem stjórna veldinu hafa ekki hugmynd um hvað gerðist árið 2001. Nóg að gera semsagt. En föstudaginn 13. desember held ég áfram að sjá í hillingum!
...
Svo maður haldi áfram að spóla aftur á bak þá var uppskeruhátíð peruvínsbruggara í virkinu núna á laugardaginn. Þar mættu þeir sem vettlingi gátu valdið og sötruðu 18% snafs sem er hægt að taka stóran sopa af án þess að kúgast (andstætt eplasnafs). Svo var haldið í bæinn og röflað í Skotum hægri vinstri. Á föstudaginn tók ég mig hins vegar til og keppti í söngkeppninni Eimvision ásamt boybandinu mínu, Steamship Boyz, og viti menn, við völtuðum yfir keppinauta okkar! Þannig að núna er ég ekki bara bruggmeistari, stjórnarformaður og heimshornaflakkari, heldur líka poppstjarna! Geri aðrir betur!


::: hent inn 22:16 :::


 
Þvílíkir uppreisnarseggir!

::: hent inn 20:20 :::


13 október 2002 :::
 
Hvað væri lífið án rænuleysis?

::: hent inn 14:27 :::


10 október 2002 :::
 
Aðeins 38% Bandaríkjamanna styðja árás á Írak án samþykkis Sþ! Myndi segja að þetta séu nokkuð góðar fréttir. Sýnir að ekki einu sinni hjólhýsahyski og hillbillies í þessu hvíta landi eru að tapa sér algjörlega í þjóðrembunni. Það fer að verða erfiðara og erfiðara fyrir mafíuna sem stjórnar þarna að treysta á fordóma og fáfræði fólksins. Sem er gott.

Írakar eru búnir að bjóða BNA að skoða þá staði þar sem þeir segja að gjöreyðingarvopn séu framleidd. Ekki það að það skipti neinu máli, því Bush ætlar í stríð og er löngu búinn að ákveða það. Það verða fundnar upp enn fleiri afsakanir á næstu dögum eða vikum til að fara í árásarstríð og tönnlast á þeim. Hvað er hinn almenni Bandaríkjamaður tilbúinn að horfa á marga samlanda sína sprengda í tætlur til að Bush-klíkan fái ennþá meiri olíu, peninga og völd?

Kannski sannar lýðræðið gildi sitt í þessu máli, kannski verður decent fólk svekkt þegar það sér að það er hægt að teygja almenningsálitið í furðulegustu áttir. Kannski verður Bush-klíkan ósátt við lýðræðislega niðurstöðu og tekur til sinna ráða. Hún hefur gert það áður. Og þá erum við öll í vondum málum.

::: hent inn 19:57 :::


09 október 2002 :::
 
Beindi auganu aðeins að Kastljósinu áðan og þar voru Stebbi Páls og einhver kona sem ég man ekki hvað heitir að tala um blogg! Sniðugt. Úgg... þetta er í annað skipti í dag sem ég blogga um blogg.
...
Stefni að því að liggja yfir hinu uppörvandi námskeiði Fjárhagsbókhald á morgun. Skrópa í tímann hjá hrauninu sem er að kenna það og leggjast yfir þetta. Er ekki mikið búinn að vera að fylgjast með en veit að eignir = skuldir + eigið fé. Dálítið skrýtið annars að vera að læra svona menntaskólanámsefni á síðustu önninni í Háskólanum .. stærðfræðikennarinn var að demba sér í markgildi og samfelld föll, sem ég lærði fyrir 6 árum í MR. Lífið gengur í hringi.
...
Aldrei er nógu mikið mælt með Hnakkusi! Maðurinn er búinn að fara á kostum undanfarna daga.

::: hent inn 21:02 :::


 
Mig langar geðveikt til að vera minna latur við að blogga, en það er ekki að ganga. Svo er það yfirleitt þannig að þegar andinn kemur yfir mig og mig langar til að tjá mig um eitthvað, þá er ég órafjarri nettengdri tölvu, en þegar mér dettur í hug að blogga þá dettur mér ekkert í hug að blogga um! Hvítt...



::: hent inn 17:30 :::


07 október 2002 :::
 
Ég og Snorri fórum á Mekong áðan. Ég tek til baka allt það ljóta sem ég sagði um þennan stað - þótt ég fari ekki ofan af því að ég sakna sveitta dvergsins með bringuhárin sem kunni ekki mannleg samskipti. Fékk úrvals Pad Thai, svo eru þeir byrjaðir aftur með rétt dagsins (kjöt í gumsi).

::: hent inn 21:05 :::


 
Munið þið eftir SETI (search for extraterrestrial intelligence) þar sem hægt var að leggja til reikniafl tölvunnar sinnar í leit að geimverum? Mig minnir að það hafi aðallega verið fólk sem var búið að horfa á of mikið af stjörnustríðsmyndum sem var með það í gangi hjá sér.

En núna getum við lagt til dauðan tíma tölvunnar í eitthvað sem skiptir máli - krabbameinsrannsóknir! Þessir aðilar eru í samvinnu við Krabbameinsfélagið í USA og Oxford-háskóla og eru að vinna frumumódel sem krefjast fáránlegs reikniafls.. lesið þetta bara - ég ætla að setja þetta upp hjá mér amk.

::: hent inn 13:33 :::


01 október 2002 :::
 
Ég er sko þokkalega fúll yfir að hafa ekki verið valinn á þennan kjörseðil. Auðvitað kaus ég Þorstein Guðmundsson, hann er flottastur. Atalkintome?

::: hent inn 21:38 :::


 
Blogger sökkar. Ég mun hér eftir kalla hann blögger. Villan:

Error 104:java.lang.NullPointerException (server:page)

Þýðing á þessu fyrir ekki-nörda: Það er böggur í forritinu og það er alls ekki tilbúið í almenna notkun. Bíðum aðeins með að gangsetja það. Amatörs!!


::: hent inn 14:00 :::




Powered by Blogger